8.2.2007 | 09:58
Danskur húmör
Lífið er dejligt nú, sólin skín á frostna jörð, kaffið er gott í nýja flotta bollanum mínum og lestri á Nyhedsavisen lokið. Það er ótrúlegt hvað dananum tekst að leika sér með tungumálið og segja skemmtilega frá. Eins og t.d. í greininni þar sem er verið að segja frá nýútkominni tölfræðiskýrslu hér í landi. Fyrirsögnin er "mörg dönsk svín og of lítið kynlíf" þar segir að við (danir) búum til of fá börn, keyrum í of stórum bílum og sendum massa af sms og á meðan standa 13 miljón svína og fylgjast með....... í janúar 2006 gengu 5.427.459 manneskjur um á þeim 43.098 ferkílómetrum sem danskt land er en á meðan nutu 13 miljón svína lífsins í stíum sínum.
Snilldarlega sagt frá þessum niðurstöðum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ frænka! Skemmtilegt bloggið þitt
Ég er að fara til köben á mánudaginn, verst að þú búir ekki þar :/ Ég þarf að reyna að gera mér ferð fljótlega og heimsækja ykkur!!
knús í kaf!! :*
kv Berglind
Berglind Ó. (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.