10.2.2007 | 14:39
Þorrablót og nýr fjölskyldumeðlimur
Jibbíí ég er búin að eignast nýjan frænda. Litlasti bróðirinn er búin að búa til tvö stykki stráka og seinna stykkið fæddist í gær 9. febrúar. Hægt er að sjá myndir af honum á blogginu hans Arnar Freys hér á mbl.is (Arnar Freyr Reynisson).
Ég get þá skálað fyrir NY fjölskyldunni í kvöld þegar ég fer á þorrablótið hjá Íslendingafélaginu hér í Odense. Er að fara að keyra Arnþór í næturpössun og svo að taka mig til. Get ekki annað sagt en að ég hlakki til.
Skilaboð til Berglindar frænku....... þú ert alltaf velkomin til okkar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hæ stórasta systir, takk kærlega fyrir kveðjuna, bæði á blogginu og smsið. Ég hef ekkert verið heima í dag, var uppá spítala hjá JGA. Hann og mamman koma heim á morgun, en annars góða skemmtun í kvöld og við vísitölufjölskyldan biðjum að heilsa ykkur.
Kveðja frá New York,
Arnar Freyr, Sonja, Kristófer og JGA
Arnar Freyr Reynisson, 10.2.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.