Abbabab

Hvað er annað hægt að segja þegar ég hef staðið mig svo herfilega í blogg málunum. ...... og hvað er svo að frétta síðan síðast ?

1 Þorrablótið heppnaðist vel

2 Þurfti ekki rándýr gleraugu, sjónin í fínu lagi (systur til mikilla ama, þá getur hún ekki notað það á mig)

3 Tennurnar klárar á morgun til uppsetningar (ha ha ha, alveg satt)

 4 Önnur mál:  Vorið er komið og grundirnar gróa osfr. brumið farið að gægjast út á trjánum og ákveðið millibils ástand í gangi þ.e. svona flíspeysu veður.  Ég hef notað seinnipart veturs til að sanka að mér aukaforða, etið utan á mig nýtt lag.  Er að vona að það bráðni af hér í sumar og um leið held ég að ég hljóti bjartsýnisverðlaun Bröste.

Arnþór hefur það fínt og skólagangan gengur ágætlega þó hann kvarti yfir að Danir hlusti ekki á hann og þeir barasta horfi ekkert framfyrir sig og stími á alla og að ógleymdu aðal hneyksli hans að DANIR NOTA EKKI HJÁLM ÞEGAR ÞEIR HJÓLA.  Sem er náttúrulega ein af dauðasyndunum þegar maður er 6 ára og kemur frá Íslandi.  Annars tilkynnti hann mér um daginn að hann ætlaði ekki að verða pabbi þegar hann yrði stór ! því þá þyrfti hann nefnilega að skeina barninu sínu og það lætur hann ekki bjóða sér.  Það er því allt útlit fyrir að ég verði ekki amma í framtíðinni.  Svo má ekki gleyma fyrstu medalíuni sem hann fékk á síðasta handboltamóti, honum finnst hann vera "on the top of the world" og er oft með hana um hálsinn hér heima við.  Hann stefnir á að fá fullt af þeim til að vera eins klár og Bjarki Már frændi sem á meira að segja bikar.... það er fátt sem toppar það.

Af mér og mínum málum er það að frétta að ég var á námskeiði hér að læra að gera atvinnuumsókn og ferilskrá (ekki seinna vænna fyrir fyrrverandi starfsmannastjórann).  Sjáum svo hvort ég fái vinnu þar til skólinn byrjar 1.sept.  Stefni á diplóma nám í fullorðinsfræðslu og fræðslustjórnun sem tekur eitt ár (30 einingar).  Svo er að sjá hvort þá sé ekki bara komin tími til að luntast heim til sín og segja þetta gott !  Tíminn leiðir það í ljós, kannski kynnist ég dönskum draumaprinsi sem tefur heimkomu mína. Mér skilst að þeir geti bara bankað upp á eða jafnvel liggi undir rúminu hjá manni einn daginn þegar maður á síst von á því !

Ætla að enda skrif mín á gullkorni frá hinum mjög svo VIRKA syni mínum "Ég nenni sko ekki að vera dauður (nú hvað meinaru?) jú af því þegar maður deyr þá breytist maður í engil og ég nenni sko ekki að vera passandi alla og vaka yfir þeim á nóttuni"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Freyr Reynisson

Ég get nú ekki annað en gefið props fyrir þessa færslu og hvað þá að vera svona rosalega virk í blogginu, mættu margir taka þig til fyrirmyndar

Annars er gott að heyra að allt gengur vel hjá ykkur og hversu Arnþór er sprækur og sniðugur.

Bið að heilsa frá NY.

Arnar Freyr 

Arnar Freyr Reynisson, 19.3.2007 kl. 17:04

2 identicon

núúúú sögðu þeir að hann væri undir rúmi???? eða sagði hver?? bara að leiðrétta eitt, sjónin hjá þér kellingin mín getur ekki versnað meir. Hugsa til þín kv.syss

Elsa Hrönn (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband