28.3.2007 | 18:22
og áfram af engu
Vegna gífurlegs þrýstings rita ég hér nokkrar línur....... það er enn mest lítið að frétta, Arnþór enn veikur og því lítið um fréttnæmar uppákomur.
Jú fór í klippingu í fyrradag, rosagaman að fá klippingu og strípur á dönsku, orðin mjög stutthærð fyrir sumarið.
Var að útrétta í dag fyrir íslandsferð, tvær frænkur sem eiga ammli í apríl svo það var verið að versla gjafir.
Pantaði tíma í dag hjá dýralækni fyrir mig, ætla að sjá hvort hann geti gert mig normal......... eða ekki ! Tíminn er fyrir hamsturinn okkar hann Sæt, á morgun kl.13.20 lýkur hans tæplega tveggja ára ævi. Arnþór fær söguna aðeins öðruvísi en Sætur mun veikjast á meðan við erum á íslandi og deyja ! Vona að guð fyrirgefi mér lygina. Var það ekki í Friends þáttunum sem bróðir Moniku hélt ennþá að gæludýr hans hefðu verið gefin þegar hann var lítill drengur ? foreldrar hans hlífðu honum við sannleikanum. Vona að ég geti sagt Arnþóri sannleikann áður en hann verður þrítugur ha, ha.
Best að halda áfram að hafa það gott hér í sólinni og 14 stiga hitanum.
Hilsen,
Linda.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Athugasemdir
Vonandi fer Arnþóri að líða betur, en ég er ánægður með að þú ert að taka þig á í blogginu, stattu þig stúlka og bloggaðu af þér lúkurnar.
Við biðjum að heilsa ykkur og knúsaðu AB og Sæt frá okkur.
New York
Arnar Freyr Reynisson, 28.3.2007 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.