Þá er að byrja

Betra seint en aldrei.  Nú ætla ég að fara að skrá danska lífið niður, byrja ekki á byrjuninni heldur núinu.

Dagurinn leið við leik og söng.... eða ekki.  Þurfti að fara til heimilis læknis í dag, guð minn góður hvað honum finnst leiðinlegt í vinnuni, eða er það kannski ég sem kalla fram þessa þurru hegðun hjá kallinum.  Hann er nú ekki alveg að skilja hvað ég sé að vilja hér í landinu, ég fer ekki í námið fyrr en í haust og ég er bara að chilla.  Hann er ekki einn um að skilja þetta ekki, daninn verður doldið hvumsa þegar ég segist hafa flutt hingað til að kynnast landi og þjóð.  Maður nebblega gerir ekki svoleiðis hér, að selja íbúðina sína og draslið og flytja bara í eitthvað annað land til að læra málið.  Alger peningaeyðsla og óþarfi, úff það verður ákveðin léttir þegar námið byrjar þá er ég allavega orðin lögleg eða gild í samfélaginu.

 Ótrúlegt hvað dagsformið hefur mikið að segja varðandi að tala dönskuna, í dag var ég eins og málhaltur krakki á meðan krakkinn á heimilinu söng og talaði við sjálfan sig á hrikalega flottri dönsku.  Stundum er ég 6 ára en ekki hann.

Á morgun ætla ég að tala flotta dönsku þegar ég fer út í búð að kaupa mér nýtt púsluspil, það fjórða í röðinni (með 1000 púslum) svo ætla ég að rúlla dönskunni upp þegar ég hringi til að vesenast í nettengingunni hjá mér.

Já það er gott að hafa markmið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina sem mér dettur í hug  er að verksmiðjustjórinn láti þig fá fyrirfram greiddan arf. En þar sem skrifstofustúlkan hjá honum er bara lítið peð þá sleppum við henni. En hún getur hýst þig og fætt þegar þú kemur í heimsókn til Íslands og gefið þér kaffi úr hreint ótrúlega góðri kaffikönnu. Með kveðju, mamman.

Jóna Þ. Vernharðsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband