Að krefa foreldrana um greiðslu...

Hafið þið heyrt um að hægt sé að krefjast þess að foreldrar greiddu útlagðan kostnað vegna galla sem kemur fram síðar á lífsleiðinni ?  Nú stend ég frammi fyrir að þurfa að fá mér ný gleraugu aðeins tveimur árum eftir að ég endurnýjaði þau.  Er svo heppin að vera bæði með fjarsýni, nærsýni og sjónskekkju.  Ný gler kosta 70.000 iskr, mér finnst þetta hrikalega óréttlátt þar sem systkini mín þurfga aðeins "grín" gleraugu til að lesa með (nema systir sem í tíma og ótíma segir okkur hinum frá því).  Ekki nóg með það þá var ég í sjúkrajálfun í morgun, er með viðkvæmt bak og á að forðast það að sitja !  Sé ekki alveg hvernig ég fer að því þannig ég kannaði hvað svona stóll kostaði þar sem þunginn hvílir á sköflungunum...... hann kostar aðeins 45.000 iskr.  Eftir að hafa lagt saman hvað þessi hjálpartæki kostuðu fékk ég létt svimakast og stóð mig að því í stressi mínu að vera að fikta við sérsmíðuðu tönnina mína sem er orðin laus (fæ að vita á morgun hvað kostar að fá brú).

Ég spyr, er þetta ekki eins og leyndur galli í bifreið sem fram kemur síðar og framleiðandi þarf að greiða ?  Ef gallinn hefði komið fram fyrr, á meðan bíllinn var í ábyrgð er ekki spurning hver hefði þurft að greiða brúsann.  En nú er ég komin úr ábyrgð orðin meira en 18 vetra og allt útlit fyrir að þetta lendi allt á mér.  Gallinn í systkinum mínum kom fram fyrr á lífsleiðinni á meðan þau voru enn í ábyrgð, systir fékk t.d. góm og svo spangir og það kostaði sko sitt.  Það var lítill sem enginn viðhaldskostnaður við mig fyrstu 18 árin.... á ég þetta þá ekki inni ?

Ætla að melta þetta næstu daga og sjá hvað ég geri, hlýt að koma með góða lausn þar sem við íslendingar erum svo ótrúlega klár miðað við íbúafjöldann á landinu.  Það fannst allavega íþróttafrétta mönnum í sjónvarpinu í gær þegar þeir voru að lýsa landsleiknum.  Þeir áttu bara ekki til orð að við værum með svona gott og sterkt landslið þar sem aðeins 270.000 manns byggju á íslandi.

Var að spá í hvort ég ætti að hringja í sjónvarpstöðina og láta þá heyra það að við værum sko allsekki 270 þús heldur 300 þús.  Mér var stórlega misboðið en eftir að hafa dregið andann nokkrum sinnum fannst mér þetta allt í einu svo fyndið.  30 þús gerir ekki gæfumuninn, við erum enn þessi litla þjóð sem daninn skilur ekkert í.  Smá eyja í norðurhafi þar sem íbúarnir bara ybba sig, komandi hér og kaupandi allt mögulegt og ómögulegt og svo næstum því unnum við þá í handboltanum.  Svei, svei og nei.

Best að fara að hvíla sig, hef hvorki bak eða sjón í þetta lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú alltaf jafnfyndin kæra systir :-) þetta með gallanna?? ég fékk smá víravirki upp í mig en síðan þá hef ég getað brosað eins og Colgate módel, eða þannig!!! nú ég viðurkenni fúslega að GLERAUGU ÞARF ÉG EKKI og baksjúklingur er ég ekki og engin laus tönn í mínum munni. Mér er nú bara spurn Sólbjörg! hvað gerðir þú í fyrra lífi af þér eða lögðu Jóna og Reynir ekkert í þennan getnað??

nei segi nú barrrra sonna

kveðja bessstasta syss

Elsa Hrönn (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 16:28

2 identicon

Sæl og blessuð stóra systir. Alltaf jafn gaman að lesa sögurnar frá þér en hafðu ekki áhyggjur af sjóninni, við erum öll jafn gölluð þar þó sumir viðurkenni það ekki!

Reynir Þór Reynisson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband