Vanagangur

Já það er nú svo, gott að ég fékk viðbrögð frá fjölskyldunni vegna verksmiðjugallans.  Bróðir er öllu raunsærri en systir sem enn lifir í afneitun Wink

Annars eru þetta smáaurar sem ber ekki að hafa áhyggjur af, eins og sumir segja peningar eru afstætt hugtak.  Tannlæknirinn gaf mér tilboð sem hljóðaði upp á 13.000 dkr........iss piss.

 Lífið gengur annars sinn vanagang hér í Danmörku.  Við mæðginin fórum á handboltamót á laugardagsmorgni þar sem drengurinn keppti 4 leiki og stóð í markinu allan tímann.  Það gladdi móðurhjartað að sjá hann þarna á milli stanganna og ég stóð mig að því að hugsa hvort hann hefði erft markmanns hæfileikana sem móðurbræður hans hafa.  Ég spurði hann svo eftir mótið af hverju hann hefði verið í marki, svarið var einfalt "þá þarf ég ekki að vera úti á velli".  Þannig ég veit ekki hvort hæfileikarnir séu til staðar eða hann svona latur.  Nema þetta sé ástæðan fyrir því að spilarar velja sér markið til að standa í ??????

Þennan sama dag fórum við svo á MGP hátíð í eftirskólanum (melody grand prix) frábært framtak hjá starfsfólkinu.  Fyrst var hæfileika keppni, 18 atriði og svo kínverskt hlaðborð og loks alvöru diskótek með ljósasýningu, reyk og öllu tilheyrandi.  Hátíðin stóð yfir frá kl. 17-23.  Arnþór skemmti sér konunglega eins og hinir 330 gestirnir, sem voru á öllum aldri.  Börnin 6,7 og 8 ára og foreldrar og systkini.  Mér fannst skondið að hægt var að kaupa sér öl eða léttvín, þessi drykkjumenning er svo frábrugðin hinni íslensku.  Það þætti saga til næsta bæjar ef áfengi væri á barnaskemmtun á fróni. 

Annars erum við heima í dag og í gær, Arnþór orðin veikur enn eina ferðina, hiti og höfuðverkur.  Sem betur fer var ég búin að kaupa pússluspil svo seinniparturinn í gær var nýttur í púsl.  Okkur fannst það skítlétt, bara 500 stykki og fórum langt með að klára það á einu kveldi.  Íbúðin að fyllast af pússluspilum, komin með 5 listaverk með 1000 púslum.  Var að spá í að ramma þetta inn og halda sýningu fyrir vinina, kannski ég geti selt þau.  Þá er ég komin með upp í viðhaldskostnaðinn Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband