7.2.2007 | 14:38
Getur maður/kona átt hund sem kærasta ?
Ég bara get ekki hætt að hugsa um grein sem ég las í blaði hér í vikunni. Hún fjallaði um mann sem sagði hundinn sinn vera kærasta sinn. Ég reyni nú að öllu jöfnu að vera fordómalaus í lífinu en þetta er bara eitthvað sem ég fæ ekki til að stemma.
Þessi maður elskar hundinn sinn mjög heitt og á milli þeirra er mjög sterkt samband. Hann hafði í gegnum tíðina ekki getað fundið ástina hvorki með karli eða konu. Svo gerist það að nágranna hundur hans er á lóðerí og hundur hans er viðþolslaus, spangólar alla nóttina. Maðurinn hafði heyrt að það hjálpaði að létta á sæðisþrýstingi hunda í svona tilfellum. Hann semsagt létti á sínum hundi og það hafði mjög góð áhrif á þá báða eða eins og hann sagði "það var yndisleg tilfinning fyrir mig". Eftir það var ekki aftursnúið, hann hafði fundið ástina ! Hann tekur þó sérstaklega fram að hann hafi ekki endaþarmsmök við hundinn, slíkt eyðileggur líffæri hunda.
Þetta vekur upp spurningar, hvað þarf til, til að samband kallist ástarsamband (kærasti eða kærasta) ? Flestir elska gæludýrið sitt og bindast því sterkum böndum, sumir kannski fullnægja því líka kynferðislega og fá kikk út úr því. Hundar hlýða húsbónda sínum.........
Þarf ekki að koma til svörun í báðar áttir til að segja að maður sé í ástarsambandi og þá er ég að meina öðruvísi svörun en voff, voff eða voff, voff, voff ?
Hvað finnst ykkur ?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Tja...maður hefur nú heyrt um fólk sem notar hunda í vafasömum tilgangi og eru hundarnir þá kenndir við sultu.....en dísus.... á hvað plan er ég núna kominn!!.....auðvitað eiga hundar eingöngu vera nýttir til að ná í blaðið og inniskóna, ef það svara einhverju kæra systir?
Reynir Þór Reynisson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 15:17
Ég er nú alveg sammála honum bróður þínum. En ég get tjáð þér eitt og það er að hann Pepe horfir alltaf á sjónvarpið með mér. Ég er búin að láta hann fá gleraugu og svo situr hann í stóra sófanum og ég í þeim litla. Við erum afskaplega góðir vinir. Ég get skammað hann og sagt honum hvað sem er og hann er alltaf sammála mér. Það er yndislegt.
Með kveðju, mamman
Jóna Þ. Vernharðsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 15:49
En frábært að geta fylgst svona vel með ykkur þarna úti. Ja, þú ættir nú bara að vera hérna heima núna og hlusta á fréttir af Breiðavíkur-máli þar sem drengir voru píndir til að hafa mök við menn og skepnur :(( Veit svei mér ekki hvað er að gerast í þjóðfélaginu. Þar sem þú ert nú að fara að rannsaka menningu þjóða væri kannski ekki úr vegi að skoða ómenningu þjóða líka. Hafa allar þjóðir þennan draug að bera að eiga sér slíka óyndismenn eins og stjórnuðu í Breiðavík. Núna er ég komin í heldur djúpar pælingar. Ég held áfram að fylgjast með ykkur mæðginum. Kveðja frá "bestu gömlu frænkunni."
Stella "besta gamla frænkan" (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 09:53
Kæra besta gamla frænkan.
Takk fyrir pælingar þínar og góða punkta.
Sólbjörg Linda Reynisdóttir, 8.2.2007 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.